Vefnaðarvörur
Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.
Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf um eitt kg. af eiturefnum. Sé hins vegar valin lífrænt ræktuð bómull þá er eiturefnanotkun næstum bönnuð og notkun skaðlegra efna við meðhöndlun efnanna haldið í algeru lágmarki.
Sanngirnisvottun (Fair Trade) er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnuna.
Að ofannefndu má vera ljóst að í öllu falli er umhverfisvænast að föt séu úr lífrænni framleiðslu og/eða séu umhverfismerkt af viðurkenndum aðilum. Innlend framleiðsla hefur þann kost að hafa ekki verið flutt um langan veg sem gerir hana umhverfisvænni en samsvarandi vöru sem flutt er með skipi eða flugvél um langan veg.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vefnaðarvörur“, Náttúran.is: 9. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/vefnaarvrur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014