Lífrænt ræktuð íslensk jólatré á leið í bæinn
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir bændur í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hafa á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].
Allt sem Eymundur og Eygló framleiða hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú þeirra vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Vörur eins og; bygg, olíur, grænmeti, hrökkkex, kryddsultur og tilbúnir réttir og nú ný framleiðsla „lummu og vöfflu blanda“, eru markaðssettar undir nafninu Móðir jörð.
Nú eru hundruðir nýfelldra lífrænt ræktaðra stafafura á leið frá Vallanesi í bæinn og munu þær m.a. vera á boðstólum á Jólamatarmarkaði Búrsins og Beint frá býli laugardaginn 10. des. og í Jólatorginu Ingólfstorgi frá 9. - 23. des. frá kl. 14:00-21:00.
Sjá Móður Jörð hér á Grænum síðum en nokkrar vörutegundir Móður Jarðar eru kynntar hér á Náttúrumarkaði. Birkiolía, Blágresisolía, Lífolía, og lífrænt byggmjöl.
Myndin er af stafafurum í Vallanesi.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt ræktuð íslensk jólatré á leið í bæinn“, Náttúran.is: 6. desember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/12/06/lifraent-raektud-islensk-jolatre-leid-i-baeinn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. desember 2011