Jólakort Skógræktarfélags Íslands 2011
Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands er komið út. Kortið prýðir mynd er heitir „Jack Lumber in the green” og er eftir Söru Riel. Þessi mynd prýðir einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2011, sem einnig er nýlega komið út. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi, á kr. 1.000. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur 25 % afsláttur.
Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Skúlatúni 6, 2. hæð (næsti inngangur við antikbúðina). Einnig er hægt að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend en þá bætist við 250 kr. afgreiðslugjald.
Birt:
30. nóvember 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Jólakort Skógræktarfélags Íslands 2011“, Náttúran.is: 30. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/30/jolakort-skograektarfelags-islands-2011/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. janúar 2012