Söfnun og meðferð birkis
Birki [Betula pubescens]
Árstími: Fyrri hluti júní eða seinni hluta ágúst. Ef birkilauf er tínt á miðju sumri er mikil hætta á að skordýr slæðist með.
Tínsla: Takist 5-10 cm sproti fremst af greinum, nýlaufgað í júní eða ársproti seint í ágúst, notið trjáklippur. Tína ber frá skemmd lauf og möðkuð. Kvisturinn á að fylgja með blöðunum því í berkinum eru líka virk efni.
Meðferð: Birki er ekki viðkvæmt í þurrkun, en nauðsynlegt er að dreifa vel úr því helst svo að lofti undir.
Ljósmynd: Ungt birkilauf, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
21. maí 2013
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð birkis“, Náttúran.is: 21. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-villtra-jurta-birki/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013