Plastmerkin sjö gefa til kynna að plastefnið sé endurnýtanlegt eða endurvinnanlegt. Á Íslandi er úrvinnslugjald á heyrúlluplast og umbúðaplasti úr plastfilmu, stífu plasti, frauðplasti og öðru plasti. Gjaldið er lagt á til að greiða fyrir meðhöndlun umbúðanna og endurnýtingu eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs.

Til þess að gera endurvinnslu plasts mögulega er nauðsynlegt að merkja tegundirnar sérstaklega því plast getur verið mjög mismunandi að eiginleikum.
Plastiðnaðurinn og aðrir hagsmunaaðilar hafa því komið sér saman um að merkja plastumbúðir og plasthluti með tölustaf í þríhyrningi (1 – 7) og skammstöfun fyrir viðkomandi tegund t.d. Nr. 2, HDPE; High Density PolyEthylene.

  1. PETE (Polyetylentereftalat).
  2. HDPE- PE-HD (Polyetylen, mikill þéttleiki).
  3. PVC (Polyvinylklorid).
  4. PE-LD (Polyetylen, lítlll þéttleiki).
  5. PP (Polypropylen).
  6. PS (Polystyren).
  7. Aðrar plasttegundir
Birt:
11. mars 2013
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Plastmerkingar“, Náttúran.is: 11. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/08/plastmerkingar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2007
breytt: 27. nóvember 2014

Skilaboð: