Jólastjarnan - tákn jólanna
Stjörnutáknið er eitt elsta tákn mannkyns og var notað löngu fyrir ritmál. Stjarnan var notuð sem vörn gegn illum öndum og er tákn öryggis og innri hamingju. Í kristinni trú er stjarnan tákn boðunar og komu frelsarans og leiðir okkur að ljósinu. Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) hentar vel sem stjörnutákn hér í skammdeginu þar sem hún blómgast um vetrarsólhvörf.
Grafík: Jólastjarna (Euphorbia pulcherrima) , Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
2. desember 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólastjarnan - tákn jólanna“, Náttúran.is: 2. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2009/11/26/jolastjarnan/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. nóvember 2009
breytt: 6. desember 2014