Kartöflur [Solanum tuberosum].

Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.

Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til að óttast. Sumir þurrka kartöflurnar úti, en þó ekki beint í sól, og geyma síðan óþvegnar, en helst í kulda. Aðrir þvo kartöflurnar, þurrka og láta í kassa og geyma við 12–14 gráðu hita í um 12 daga svo hýðið geti skurnað áður en þær eru settar í kalda geymslu.

Sjá meira efni um kartöfluna hér á vefnum með  því að slá inn orðið „kartöflur“ í leitarreitinn hér til hægri á síðunni.

Mynd: Gróðurreitir í Eldhúsgarðinum eru í stærðinni 1 m2, í reitinum má rækta upp af 8-9 móðurkartöflum, 8 ef valið er að láta jurtirnar víxlast sem gefur að vissu leiti betra svigrúm fyrir jurtina og rótarávextina.

Í Eldhúsgarðinum er ætíð miðað við lífræna ræktun en lífræn rætkun gefur eilítið minni uppskeru, að umfangi, en bragðgóða og eiturefnafría næringu í staðinn.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
19. maí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Hildur Hákonardóttir „Eldhúsgarðurinn - kartöflubeðið“, Náttúran.is: 19. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2009/06/06/eldhusgarourinn-kartoflubeoio/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. júní 2009
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: