Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða teikningu eftir börnin er að ræða, gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn.

Um eftirprentanir og tískuskraut gildir það aftur á móti að líftíminn er stuttur vegna lélegra gæða og aðeins spurning um hvenær skrautið endar á haugunum. Ef þú þarft að kaupa skraut og skipta um myndir reglulega hafðu þá í huga að þau séu úr efnum sem hafa ekki skaðlega áhrif um aldur og ævi eftir að þú hefur losað þig við þá.

Birt:
7. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Myndlist“, Náttúran.is: 7. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/myndlist/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 16. maí 2014

Skilaboð: