Frjósemistáknin - tákn jólanna
Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.
Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.
Fæðing frelsara er ekkert annað en táknmál frjóseminnar um nýtt (og betra) líf mannsins og náttúrunnar.
Birt:
21. desember 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frjósemistáknin - tákn jólanna“, Náttúran.is: 21. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2007/12/17/frjosemistaknin-takn-jolanna/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. desember 2007
breytt: 6. desember 2014