Áður en farið er út í það að fá sér gæludýr þarf að velta fyrir sér nokkrum hlutum: Hefur þú tíma fyrir gæludýrið? Mjög vel þarf að sjá um öll dýr, fugla og fiska sem ketti og hunda. Mikilvægt er að þau séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Þau þurfa einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll dýr, ekki bara hunda og ketti. Farðu með dýrin þín út undir bert loft, hægt er að fara með búrdýr í hlýju veðri út á svalir eða út í garð.

Grafik: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is

Birt:
19. apríl 2010
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Gæludýr“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/gludr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: