Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá nákvæmlega þá virkni sem óskað er eftir í vörunni. Fræðiheiti sem hljóma ónáttúruleg geta verið nöfn á einstökum náttúrulegum efnasamböndum.

Einnig er hægt að gera sínar eigin náttúrlegu snyrtivörur með lítlli fyrirhöfn. Maska, krem og baðolíur má t.d. gera úr eggjum, höfrum, gúrkum, hnetum, sítrónum og fjöldanum öllum af jurtum sem vaxa villtar um allt land og auðvitað úr góðum olíum. Það er enginn vandi að prófa sig áfram. Hægt er að byrja með því að setja uppáhalds jurtina sína í góða olíu og láta standa í nokkra daga, t.d. birkiblöð í ólífuolíu. Yndislegt!

Birt:
2. nóvember 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Snyrtivörur“, Náttúran.is: 2. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/snyrtivrur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 18. maí 2014

Skilaboð: