Út er komið fimmta tímarit Í boði náttúrunnar, Vetur.

Frí gjafaáskrift fylgir nú keyptri áskrift af tímaritinu (4 tölublöð) og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu. Áskriftin kostar 5.050 krónur.

Blaðið er að vanda innihaldsríkt og vandað í alla staði. Í blaðinu nú er m.a. að finna grein um söl og sjávargróður til matar, ketti, heimatilbúnar matargjafir, ostagerð o.m.fl.  Blaðið er prentað á mattan pappír í Svansvottaðri prentsmiðju Odda.

Útgefendur eru Guðbjörg Gissurardóttur og Jón Árnason en þau standa einnig fyrir samnefndum útvarpsþætti á rás eitt sem notið hefur mikilla vinsælda.

Ritstjórn og listræn stjórnun tímaritsins er á höndum Guðbjargar. Hún er með mastersgráðu í grafískri hönnun frá Pratt Institute, NY, og hefur starfað við hönnun og kennslu bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum frá 1997. Guðbjörg gaf út matreiðslubókina „Hristist fyrir notkun“ árið 2003 og starfaði sem framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs frá 2005 til 2007 og kom m.a. að stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Jón hefur að miklu leiti séð um að mynda fyrir blaðið en hann hefur unnið sem hugmyndasmiður, textamaður og hönnunarstjóri á auglýsingastofum bæði á Íslandi og í New York frá 1995. Þar hefur hann unnið við og stjórnað gerð fjölmargra markaðs- og auglýsingaherferða.

Hönnuðir ásamt Guðbjörug eru þær Bergdís Sigurðardóttir og Kristín Agnarsdóttir. Blaðamenn og ljósmyndarar koma héðan og þaðan og eru útgefendur í stöðugri leit að góðum pennum sem hafa einnig áhuga á viðfangsefninu. Þess má geta að í blaðinu er grein um Sáðalmanakið hér á síðunni.

Hægt er að skoða hluta blaðsin á vefsíðu tímaritsins www.ibodinatturunnar.is.

Grafík: VETUR, nýja tímaritið.

Birt:
11. nóvember 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vetur - Í boði náttúrunnar“, Náttúran.is: 11. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/11/vetur-i-bodi-natturunnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. nóvember 2011

Skilaboð: