Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru heldur jógakennaranámskeið í Bláfjöllum dagana 2.- 13. ágúst.

Kristbjörg býður einnig til „Vorhreingerningar“ dagana 16. maí - 30. maí en hún hún kallar það „listina að detoxa á auðveldan og léttan máta með gleði og krafti“.

Vorið er rétti tíminn til að hreinsa líkamann með breyttu mataræði og jafnvel föstu fyrir þá sem eru tilbúnir að fara svo langt undir leiðsögn Kristbjargar. Föstunámskeið hefst í Gerðubergi þ. 16. maí, kl 19.00 - 21.00, og verður haldið á miðvikudagskvöldum og stendur í 3 vikur.

Fjallað verður um ýmsar gerðir föstu án þess að fara á vatns föstu. Kristbjörg mun hjálpa þátttakendum að finna auðvelda og létta föstu sem henntar þeim sérstaklega, fjalla um þau atriði sem eru lífsnauðsynleg á föstunni og svo listina að brjóta föstuna aftur. Einnig fjallar hún um hvað gerist eftir föstuna, hvernig gott er að halda líkamanum hreinum og kraftmiklum á matnum sem við setjum í okkur og ýmsu öðru. Jóga og öndun verða með í för, svo og íslenskir blómadropar.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Kristbjörgu á netfanginu kristbjorg@kristbjorg.is og í síma 861 1373.

Ljósmynd: Kristbjörg Kristmundsdótir kynnir blómadropana sína, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
10. maí 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vorhreingerningar og jógakennaranám með Kristbjörgu “, Náttúran.is: 10. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/10/vorhreingerningar-og-jogakennaranam-med-kristbjorg/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: