Öðruvísi og umhverfisvænni jólapappír
Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.
Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En það er svo margt annað hægt að nota til að pakka inn gjöfunum.
Hér koma nokkrar hugmyndir:
Gömul dagatöl, landa- og ferðakort, pappírspokar, dagblöð, tímarit, efni, kassar, barnateikningar, veggfóðursprufur, sokkar og annað prjónles, blómapottar, krukkur og box.
Snæri, bönd, greinar af furu eða greni og þurr strá og jurtiir könglar, mosi og lyng úr villtri náttúru gerir líka kraftaverk fyrir náttúrulega jólapakkann þinn.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Öðruvísi og umhverfisvænni jólapappír“, Náttúran.is: 14. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2009/12/11/ooruvisi-og-umhverfisvaenni-jolapappir/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. desember 2009
breytt: 14. desember 2015