Hafin er vinna við gerð orðasafns á sviði umhverfisfræða og hefur verið myndaður starfshópur sérfræðinga á því sviði. Í hópnum sitja Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir verkefnisstjóri, Stefán Gíslason, Birna Helgadóttir og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi, í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa frumkvæði að verkefninu.

Gert er ráð fyrir að orðasafnið byggist upp jafnt og þétt og að fyrsta áfanga verði skilað 2011.

Mörg hugtök innan umhverfisvísinda eru enn óskilgreind á íslensku og enn vantar íslensk heiti á fjölda þeirra fyrirbæra sem umhverfisfræðin fæst við. Þess vegna er löngu tímabært að hefja íðorðastarf á sviði umhverfisfræða, þ.e. vinnu við að finna íslensk heiti á erlend hugtök og skilgreina hugtök sem eru á reiki. Þörfin fyrir slíkt orðasafn er mikið í samfélaginu. Atvinnulíf, fjölmiðlar og ríkisstofnanir kalla beinlínis eftir skilgreiningum og íslenskum heitum sem hægt er að nota til að hugsa og rita á góðri íslensku um umhverfistengd málefni. Starfshópurinn vill gjarnan fá tillögur að hugtökum sem þarf að þýða eða skilgreina. Ábendingar sendist á umhverfisord@gmail.com.

Birt:
18. maí 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hulda Steingrímsdóttir „Starfshópur vinnur að orðasafni umhverfismála“, Náttúran.is: 18. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/18/starfshopur-vinnur-ad-ordasafni-umhverfismala/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. nóvember 2011

Skilaboð: