Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins (sjá hér að neðan) og lagabreytingatillögur stjórnar félagsins sem hún leggur fram á fundinum má nálgast sjá hér. Núgildandi lög félagsins má finna hér á vefsíðu samtakanna.

Sérstök athygli er vakin á erindi Valgerðar Halldórsdóttur, formanns Sólar í Straumi, en hún mun fjalla um baráttu félagsins gegn stækkun álversins í Straumsvík. Í ár eru liðin fimm ár frá því Hafnfirðingar samþykktu í íbúakosningu að stöðva stækkunina. Heiti erindisins er: ,,Að sigra risa".

Dagskrá fundarins:

Kl. 09:45 Húsið opnað, skráning

Kl. 10:00 Setning aðalfundar

Kl. 10:05 Aðalfundarstörf

  • Kjör í nefndir fundarins
  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur 2011
  • Lagabreytingar
  • Kynning á tillögum að ályktunum aðalfundar
  • Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Kl. 11:20 Af starfsemi Landverndar 2011-2012

  • Skólar á grænni grein
  • Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum
  • Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða
  • Stofnun Ungmennaráðs Landverndar

Kl. 11:40 Kaffi og meðlæti

Kl. 12:00 „Að sigra risa“: Valgerður Halldórsdóttir, formaður Sólar í Straumi.Valgerður fjallar um baráttu félagsins gegn stækkun álversins í Straumsvík en nú eru fimm ár liðin frá því að Hafnfirðingar samþykktu í íbúakosningu að stöðva stækkunina.

Kl. 12:30 Afgreiðsla ályktana

Kl. 13:00 FundarslitFélagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka með sér nýja félaga.

Birt:
9. maí 2012
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Aðalfundur Landverndar“, Náttúran.is: 9. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/09/adalfundur-landverndar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. maí 2012

Skilaboð: