Grasagarður Reykavíkur og Erfðanefnd landbúnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með undirritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til framtíðar.  

Í stefnumörkun Erfðanefndar landbúnaðarins fyrir árin 2009-2013 er lögð áhersla á að leita eftir samstarfi við grasagarða og byggðasöfn til að varðveita gamlar íslenskar nytjaplöntur í klónasöfnum. Á þetta við um nytjaplöntur til manneldis, mat-, krydd eða lækningajurtir, auk plantna sem hafa menningar- og/eða sögulegt gildi.

Rabarbari hefur verið ræktaður hér á landi með farsælum hætti í að minnsta kosti 130 ár. Í Grasagarðinum eru varðveittir sextán klónar af rabarbara en þar af eru sjö íslenskir sem varðveislusamningurinn nær yfir.

Ljósmynd: Rabarbari, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
4. nóvember 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Grasagarður Reykjavíkur varðveitir safn Rabarbara “, Náttúran.is: 4. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/04/grasagardur-reykjavikur-vardveitir-safn-rabarbara/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: