Sprenging varð í kjarnorkuveri við borgina Fukushima í kjölfar hins gríðarlega öfluga jarðskjálfta (8,9 á Richter) sem reið yfir Japan í gærmorgun. Ótölulegur fjöldi eftirskjálfta skekja nú landið, eldar geisa í borgum og iðnaðarverum og flóð sópa burtu heilu borgunum. Yfir 700 manns hafa fundist látnir nú þegar en langt er frá því að yfirsýn sé komin á endanlegan fjölda raunverulegra fórnarlamba þessa stærsta jarðskjálfta sem riðið hefur yfir Japan.

200 km radíus frá kjarnorkuverinu hefur verið rýmdur en geislavirkni lekur nú út frá verinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kælikerfi kjarnorkuversins skaddaðist í skjálftanum en í gær var unnið að því að reyna að bjarga kælikerfi versins, sem tókst ekki. Slökkt var á verinu en kæling þarf þó að vera stöðug áfarm. Skv. nýjustu fréttum (kl. 11:45) er þó talið að kjarnakljúfurinn sjálfur hafi ekki skaddast þrátt fyrir sprenginguna og burðarvirki byggingarvirkisins i kringum kjarnakljúfinn virðist einnig hafi þolað sprenginguna sjálfa.

Fylgist nánar með atburðunum á Sky News www.news.sky.com

 

Birt:
12. mars 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áhrif stóra jarðskjálftans í Japan - sprenging í kjarnorkuveri“, Náttúran.is: 12. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/12/ahrif-stora-jardskjalftans-i-japan-sprenging-i-kja/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. nóvember 2011

Skilaboð: