Allir mega vísa á græna kortið
Náttúran.is minnir á að allar upplýsingar um umhverfistengda starfsemi, samtök, stofnanir, hugtök, vottanir, viðurkenningar og verkefni svo fátt eitt sé nefnt er að finna hér á síðunni undir hinum ýmsu flokkum, öllum aðgengilegar og frjálsar til afnota.
Öllum er velkomið að nota fréttir og greinar af síðunni sé uppruna getið en einnig er hægt að nota fréttafóðrun RSS (sjá til vinstri hér á vafranum) Jafnframt viljum við benda á að efni og flokkar af grænu korti eru bundin samningum við hin alþjóðlegu samtök Green Map® um notkun og tilvísanir og verður því ætíð að tengja inn á vef Náttúran.is og vinna í samvinnu við Náttúran.is ef birta á upplýsingar af kortinu. Ef höfundarrétti á slíkri vinnu væri ekki til að dreifa væri faglegi þátturinn og þar með tiltrú fólks á hugtakinu „grænt“ fljótt fyrir bý sem aðeins gæti þjónað þeim tilgangi að eyðileggja fyrir uppbyggingarstarfi grænnar kortagerðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjálfbæra þróun á Íslandi.
Allir eru því hvattir til að setja tengil á græna kortið frá vefsvæðum sínum og þannig stuðla að framgangi grænna gilda í íslensku samfélagi. Rétt heiti eru þá annars vegar fyrir íslensku útgáfuna; Grænt Íslandskort - natturan.is/greenmap en fyrir ensku útgáfuna Green Map Iceland - nature.is/greenmap. og Green Map Island - natur.is/greenmap fyrir þýsku útgáfuna. Við minnum einnig á að við gáfum út Grænt Reykjavíkurkort í prentútgáfu í hitteðfyrrahaust og aftur í fyrrasumar. Í haust gefum við Græna Íslandskortið út í app-útgáfu fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.
Við bjóðum að gera kubba með tenglum í ýmsum stærðum og útgáfum fyrir þá sem það vilja. Hafðu samband við okkur í síma 483 1500 eða á netfangið nature@nature.is til að fá kubb sem passar við þína vefsíðu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Allir mega vísa á græna kortið“, Náttúran.is: 17. september 2012 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/allir-mega-setja-tengla-graena-kortio/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. mars 2009
breytt: 17. september 2012