Fair Trade vörur á Náttúrumarkaði
Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnuna.
Með því að kaupa Fair Trade vörur tryggir þú að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína og vinnur á móti barnaþrælkun. Þú hvetur ennfremur óbeint til lífrænnar ræktunar, styður lýðræðisþróun og vinnur á móti misrétti vegna kyns, húðlitar og trúar. Auk alls þessa færð þú gæðavörur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Fair Trade vörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 20. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2008/12/01/fair-trade-buoin-opnar-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. desember 2008
breytt: 16. júlí 2014