Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikilvæg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna rakastigið og hreinsa eiturefni úr loftinu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur þar sem mikið af rafmagnstækjum eru í gangi t.d. á skrifstofunni. Stór pottaplanta t.d. dvergpálmi, bergflétta, drekatré, chrýsla, gerbera eða friðarlilja nægir til að hafa jákvæð áhrif á loftgæði fyrir tvær manneskjur eða á um 12 m2 og á þetta að sjálfsögðu við bæði á vinnustöðum og á heimilinu.

Rannsóknir NASA og ALCA - Associated Landscape Contractors of Amerika hafa leitt í ljós að nær allar plöntur geti nýst í baráttunni við mengun í andrúmsloftinu. 

Þó hafa sumar plöntur eituráhrif á menn. Dæmi um eitraðar pottaplöntur eru Jólastjörnur (Euphorbia pulcherrima) og Köllubróðir (Dieffenbachia).

*Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu notað til að mynda kolvetni eða sykrur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljósttilífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar.
Talið er að jörðin hafi verið súrefnislaus fyrir 3,5 milljónum ára en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillífun örvera. Nú er súrefni um 21% í andrúmsloftinu.

Birt:
19. mars 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Planta“, Náttúran.is: 19. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/planta/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: