Heimsins græna gull
Ráðstefnan Heimsins græna gull verður haldin í Kaldalóni í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október n.k. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem allur skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á Alþjóðlegu ári skóga og fjallar hún um ástand og horfur skóga heimsins.
Helstu talsmenn og sérfræðingar á málefnum skóga á heimsvísu munu fjalla um þátt skóga og þýðingu þeirra fyrir mannkynið. Ráðstefnan fer fram á ensku, en boðið er upp á túlkaþjónustu fyrir þá sem þurfa.
Ráðstefnan verður hápunktur margra viðburða sem íslenskt skógræktarfólk hefur staðið fyrir á árinu. Er skógræktarfólk hvatt til að fjölmenna á þennan einstaka viðburð.
Birt:
14. október 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Heimsins græna gull“, Náttúran.is: 14. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/14/heimsins-graena-gull/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.