Þrátt fyrir það að stundun íþrótta séu í allflestum tilfellum bæði holl fyrir líkama og sál okkar er ekki þar með sagt að íþróttaiðkun og íþróttaáhugi fólks geti ekki haft gríðarlega neikvæð óbein umhverfisáhrif.
Dæmi um slíkt eru t.a.m. stórir fótboltaleikir þar sem neysla hins almenna fótboltaaðdáenda eru gosdrykkir, bjór og skyndibitamatur af ýmsum tegundum. Þetta eru einkum mikið unnar matar- og drykkjarvörur sem eru mjög orkufrekar í framleiðslu

Tökum dæmi fra úrslitaleik enska bikarsins árið 2004 á árþúsunda-leikvanginum í Cardiff. Hinir 73 þúsund aðdáendur liðanna Manchester United og Millwall sporðrenndu alls 37.624 pylsurúllum, 26.965 samlokum, 17.998 pylsum, 12.780 hamborgurum, 11.502 pokum af kartöfluflögum og 23.909 skömmtum af frönskum.
Þessu var skolað niður með 203.494 lítrum af bjór 21.422 af cider, 12.452 flöskum af víni, 90.481 staupum og 63.141 flöskum af áfengum gosdrykkjum.

Eftir að fagnaðarlátunum í Cardiff lauk lágu á götum Cardiff borgar 37.000 tonn af gleri, 8 tonn af pappa og 11 tonn af matarafgöngum. Ekkert af þessu var endurunnið.

Stærstu umhverfisáhrifin voru þó ferðalögin. Aðdáendurnir ferðuðust að meðaltali 590.5 km hver – 47% með bíl, 34% með lest og afgangurinn með rútum eða stórum fólksbílum.

Birt:
28. nóvember 2013
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Íþróttir“, Náttúran.is: 28. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/skrifstofan-rttir/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: