800 gr gúllas (má vera hvaða kjöt sem er)
2 laukar
2 hvítlauksrif
1 tsk kúmen
1 tsk paprikuduft
1 msk hveiti
2 kjötkraftsteningar
1 kartafla
tómatar úr dós eða nýir, saxaðir
sýrður rjómi
salt og pipar

Hitið olíuna og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið kjöti út í og 4 mín síðar kryddinu og hveitinu.

Hellið 1/2 l af vatni út í ásamt súputeningi og látið malla í hálftíma.

Setjið þá kartöflu og tómata út í, saltið og piprið eftir smekk, látið malla í hálftíma í viðbót.

Berið fram með sýrðum rjóma.

Tekið úr bókinni Með veislu í farangrinum eftir Ingibjörgu Guðrúnu Guðjónsdóttur og Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur. Bókaforlagið Salka.

Mynd: Uppskriftatákn. Grafík: Signý Kolbeinsdóttir. ©Náttúran.is

Birt:
31. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. „Gúllas í sveitinni“, Náttúran.is: 31. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2007/06/12/gllas-sveitinni/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. júní 2007
breytt: 11. október 2011

Skilaboð: