Berjatíðin að ganga í garð
Það er ótrúlegt en satt, berjatíðin er að ganga í garð. Ég tíndi þroskuð bláber og krækiber í austurhliðum Ingólfsfjalls í gær. Fyrsta bláberjaskyr ársins var því borðað með bestu lyst þann 20. júlí í ár. En þetta er auðvitað ekkert meðalárferði. Eitt er að veðrið í sumar hefur verið ákaflega berjavænt og annað að hlýnun jarðar hefur sannanlega sitt að segja.
Ég sat því með blendnar tilfinningar við berjatínsluna í gær.
Á Wikipedia segir; „Bláber eru ávextir ákveðinna lynga af bjöllulyngs-ættkvíslinni, lyngið sem berin vaxa á er kallað bláberjalyng. Berin eru vinsæl til matargerðar hjá mannfólkinu en einnig eru þau í miklu uppáhaldi hjá mörgum dýrum m.a. þröstum. Á Íslandi þroskast þau yfirleitt ekki fyrr en seint í ágúst sem flest önnur ber.“
Þú finnur miklu meira um ber hér á vefnum með því að slá inn leitarorð í leitarreitinn hjá Voffa. Sjá t.d. „Ber á annan veg“.
Ljósmyndir: Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Berjatíðin að ganga í garð“, Náttúran.is: 21. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/21/berjatidin-ad-ganga-i-gard/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010