Björk og Jónas í Norræna húsinuKl. 16:00 í dag kynnti Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Þórisson áskorun til stjórnvalda í formi undirskriftarsöfnunar en undirskriftasöfnunin miðar að því að vinna gegn samningi um sölu HS orku til skúffufyrirtækisins Magma Enegy Sweden sem ráðgert er að verði undirrituð eftir tíu daga. Átakið var kynnt á blaðamannafundi í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem Jón, Oddný Eir og Björk fluttu ávarp og Björk söng síðan þrjú lög við undirleik Jónasar Sen.

Fólk er hvatt til að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni www.orkuaudlindir.is og þar sem stefnt er að því að hafa áhrif á samningsgerð við Magma eftir tíu daga viljum við benda þeim sem eru í fríi og komast ekki á netið á að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni, og að þeir geti hringt í móður Bjarkar, Hildi Rúnu, þurfi þeir aðstoð símlega. Síminn hjá Hildi Rúnu er 692 0522.

Ljósmynd: Björk Guðmundsdóttir og Jónas Sen í Norræna húsinu í dag, Guðrún Tryggvadóttir tók myndina.

Birt:
19. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Björk hrindir undirskriftasöfnun gegn sölu HS orku úr vör“, Náttúran.is: 19. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/19/bjork-hrindir-undirskriftasofnun-gegn-solu-hs-orku/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. júlí 2010

Skilaboð: