Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit frá Siglingastofnun yfir alla vita á Íslandi, samtals 110 vita og falla þeir undir yfirflokkinn „Opinber verk/kennileiti“. Vitarnir hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetningar má sjá byggingarár, hæð, ljóshæð og hlutverk og hver rekstaraðili vitans er.

Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir vita undir alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map þótti okkur vitar landsins vera bæði það falleg og mikilvæg mannvirki að þeir verði að vera á kortinu auk þess sem þeir eru það mikilvægir áfangastaðir í náttúru landsins að ekki væri komist hjá því að gerða nýjan flokk sem síðan bætist þá við grænkortaflokka í Green Map kerfinu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt koma á framfæri athugsemdum sem varða þennan flokk þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.

Grænkortaflokkurinn Vitar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Viti er turn, bygging eða mannvirki sem er hannað til að gefa frá sér ljós með kerfi lampa og linsa, ætlað til hjálpar sjófarendum“.

Sjá flokkinn „Vitar“ á Græna kortinu.

Ljósmynd: Knarrarósviti í Flóa, rétt austan við Stokkseyri. Teiknaður af Axel Sveinssyni, verkfræðingi, eftir hugmynd Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Tákn: Vitatákn hannað af Guðrúnu Tryggvdóttur fyrir Græna kortið.

Birt:
18. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vitar Íslands á Græna Íslandskortinu“, Náttúran.is: 18. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2009/10/13/vitar-islands-graena-islandskortinu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. október 2009
breytt: 18. júlí 2010

Skilaboð: