Carbon Recycling International ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til framleiðslu á metanóli úr koltvíoxíði en frumgerð vélar sem getur breytt útblæstri í orku „metanól“ sem getur knúið bifreiðar er fullbúin.

Fyrirhugað er að reisa stöð á Svartsengi, nærri orkuveri HS Orku. Vísindamenn Carbon Recycling hafa fengið einkaleyfi á Íslandi á aðferðinni sem hefur vakið mikla athygli enda myndi slík framleiðsla leyst hluta af vandamáli kolefnislosunar frá orkuverum og þannig gera þau loftslagsvænni.

Mynd frá heimsókn iðnaðarráðherra til CRI í janúar sl. Mynd af vef Iðnaðarráðuneytsinsins.

Birt:
20. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Metanól framleitt úr útblæstri orkuvera“, Náttúran.is: 20. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/20/metanol-framleitt-ur-utblaestri-orkuvera/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júlí 2010

Skilaboð: