Heilsumeistaranám á Íslandi
Heilsumeistaraskólinn - School of Natural Medicine
Heilsumeistaraskólinn býður upp á 3ja ára nám í fræðum sem helst mætti kalla lífsstílsnám. Skólinn tók til starfa sl. haust og hægt er að sækja um skólavist fyrir næsta vetur til 15. júní nk. Heilsumeistaranámíð miðlar þekkingu í heilsuvernd sem er án inngripa s.s. skurðaðgerða og lyfja og styðst við faglega leiðsögn og náttúrulegar aðferðir og efni til uppbyggingar heilsunnar.
innihald námsins byggir á: Lithimnufræði, grasalækningum, hagnýtum náttúrulækningum og samþættingu eftirfarandi þátta: djúptenslasvæðanudd, djúptengslakjarnaolíunámi, blómadropum, lifandi fæði og upplifun og endurnýjun.
Kennarar við skólann eru: Dr. Farida Sharan, Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen og Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir.
Heilsumeistari er íslenska þýðingin á Naturopath á ensku og Heilpraktiker á þþsku.
Grafík: Merki Heilsumeistaraskólans.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heilsumeistaranám á Íslandi“, Náttúran.is: 7. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/07/heilsumeistaranam-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. júlí 2010