Náttúran.is hvetur frumkvöðla og framleiðendur á landinu öllu til að nýta sér þann vettvang sem vefurinn er orðinn til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri. Við setjum inn fréttir eða greinar um það sem þið eruð að fást við og hafið áhuga á að koma á framfæri. Þið getið einnig selt vörur hér á Náttúrumarkaði með engri fyrirhöfn. Verið einfaldlega í sambandi og við finnum leið til að gera ykkur sýnileg.

það eina sem að Náttúran.is vill „ekki“ gera er að íta undir óumhverfisvæna og mengandi starfsemi. Okkar hlutverk er að sýna stóru myndina, fjölbreytta flóru mannlifs, náttúru, menningar-, nýsköpunar- og fræðslustarfsemi sem í boði er á landinu öllu og tengist náttúru, umhverfi og heilsu á einn eða annan hátt.

Til þess höfum við þróað nokkra leiðir s.s. fréttaumfjallanir, auglýsingavettvang, ítarlegt flokkunarkerfi á grænum síðum og grænt Íslandskort sem byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map. Athugið að vefurinn er að stórum hluta til einnig á ensku og þýsku og búðin „Náttúrumarkaðurinn“ er að mestu leiti á ensku líka og getur því einnig „flutt út“ vörur fyrir þig. Sendið okkur línu á nature@nature.is eða hringið í síma 483 1500.

Birt:
8. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is þjónar þér og náttúrunni“, Náttúran.is: 8. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2009/02/05/natturan-thjonar-ther-og-natturunni/ [Skoðað:6. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. febrúar 2009
breytt: 8. júlí 2010

Skilaboð: