Matarklasi Suðurlands - hefðir úr héraði
Matarklasi Suðurlands og Vestmannaeyja hefur það að markmiði að varðveita og hefja til vegs og virðingar hefðir úr héraði í matargerð í anda hinna alþjóðlegu „Slow Food/Hægrar matarmenningar“ samtaka. Með því að nýta hráefni úr næsta nágrenni okkar svo sem unnt er styrkjum við matvælaframleiðslu og aukum fæðuöryggi þjóðarinnar. Það styttir auk þess flutningsleiðir, minnkar mengun og sparar flutningskostnað.
Sjá aðila í Matarklasa Suðurlands hér á Grænum síðum í yfirflokknum Vottanir og viðmið undir flokknum „Matarklasi“ og í yfirflokknum Vörur í flokknum „Heimavinnsla“ en þar er eru allir matarklasar og matarverkefni flokkuð undir þeim vörum sem þeir bjóða upp á. Á Græna kortinu ásamt öðrum matarklösum og beinsöluaðilum á öllu landinu í nokkrum flokkum. T.d. í flokkunum „Heimavinnsla og Nýsköpun í heimabyggð“.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matarklasi Suðurlands - hefðir úr héraði“, Náttúran.is: 6. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2009/10/31/matarklasi-suourlands-hefoir-ur-heraoi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. október 2009
breytt: 6. júlí 2010