Natursutten snuðVefverslunin Litla kistan www.litlakistan.is hefur hafið sölu á Natursutten snuðum en þau eru heilsteypt gúmmísnuð, framleidd úr náttúrulegu gúmmíi, unnið er úr gúmmítrénu Hevea brasiliensi.

Snuðin innihalda engin af þeim efnum sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að séu hormónatruflandi s.s. pthalöt og BPA. Engir parabenar, litarefni né PVC-efni eru í snuðunum. Protein sem framkallað getur latexofnæmi hefur ennfremur verið fjarlægt úr gúmmíinu sem notað er í Natursutter snuðin.

Natursutten vörurnar uppfylla allar kröfur í EN1400, sem þýðir, að varan uppfyllir Evrópusambandsreglur sem varða öryggi, hreinlæti og umhverfi.

Natursutten snuðin eru til hringlaga og gómlaga auk þess sem pelatúttur fást í fimm mismunandi gerðum.

Birt:
22. ágúst 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Snuð úr náttúrugúmmíi“, Náttúran.is: 22. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/04/snud-ur-natturugummii/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júlí 2010
breytt: 14. desember 2011

Skilaboð: