Söfnun og meðferð mjaðurtar
Mjaðurt [Filipendula ulmaria]
Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.
Árstími: Júlí
Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.
Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.
Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
23. júlí 2015
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð mjaðurtar“, Náttúran.is: 23. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-mjadurtar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 23. júlí 2015