Frístundabíllinn hættur, í bili
Frístundabíllinn er metnaðarfullt samfélagsverkefni sem fyrirtækið Hópbílar* í Hafnarfirði hrundu af stað í janúar sl. og snýst um að auðvelda börnum, og foreldrum þeirra, að ferðast á mili staða. Samvinna var við Hafnarfjarðarbær en fyrirtækin Rio Tinto, N1 og Fjarðarkaup styrktu verkefnið. Megintilgangurinn með verkefninu var að veita örugga og góða akstursþjónustu sem tekur mið af frístundastarfi í Hafnarfirði fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-20 ára í tæpa 6 tíma á dag, eða frá kl.15:40 til kl.21:20 alla virka daga. Mikil ánægja var með þetta þarfa framtak. Foreldrafélag Hafnarfjarðra veitti Hópbílum viðurkenningu fyrir framtakið og allar tölur og útreikningar virtist benda til þess að framhald yrðir á þjónustunni nú í sumar.
Frístundabíllinn var ekki einungis þægilegur ferðamáti fyrir börnin heldur umhverfisvænn samgöngumáti þar sem einn hópbíll komur í stað fjölda einkabíla sem annars keyra á sama stað á sama tíma með tilheyrandi mengun, kostnaði og tímasóun foreldranna. En af hverju er Frístundabíllinn þá ekki í keyrslu í sumar? Eru börn ekki að stunda frístundir í Hafnarfirði í sumar?
Á vef Frístudabílsins birtist þessi grein þ. 15. júní sl.:
„Í síðasta mánuði var send út skoðanakönnun á Mentor til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir rekstri Frístundabílsins í sumar. Nú liggja niðurstöður fyrir og ljóst er að þátttakan yrði alls ekki næg og þess vegna verður Frístundabíllinn ekki starfræktur í sumar. Frístundabíllinn fékk frábærar móttökur og verkefnið var öllum þeim sem að því stóðu gífurlega ánægjulegt og gefandi. Nú þegar því er lokið í bili eftir fjögurra mánaða reynslutíma eru skutlin orðin rúmlega 42 þúsund.
Til nánari fróðleiks þá notuðu 650 börn sér þjónustuna. Heildarfjöldi km. sem hafa sparast eru 255.690 (miðað við að hvert skutl sé 6 km. fram og til baka). Heildarfjöldi í klukkustundum sem sparast hafa hjá foreldrum/forráðumönnum er 21.307 klst. eða sem samsvara 33 klst fyrir hvern farþega á tímabili verkefnisins (er þá miðað við að fyrir hvert skutl fram og til baka taki hálfa klukkustund). Ef heimilisbíllinn eyðir 10 ltr. að meðaltali fyrir hverja hundrað ekna km. og barnið æfir/ferðast allt að fjórum sinnum í viku er beinn sparnaður í bensíni kr. 23.000. á þessum fjórum mánuðum sem verkefnið stóð yfir. Kolefnisjöfnun á tímabilinu að frádregnum akstri Frístundabílanna er Co2 39.087 kg. Þetta myndi þýða allt að 9 hektara af skógi sem teldi 19.523 tré (Heimild:Orkusetur, miðað við bíl sem eyðir 10 ltr. pr. 100 km.). Allir Frístundabílarnir keyra á bíódiesel blöndu og við það minnkar útblástur co2 aukalega um 384 kg. yfir tímabilið.
Þetta hefur verið mikill lærdómstími og nú þegar er hafin vinna við að tryggja að starfsemi Frístundabílsins hefjist að nýju í haust. Við vonumst sannarlegar til þess að af því verði, en þau mál skýrast nánar þegar líða tekur á sumarið. Samband okkar við notendur Frístundabílsins frá því að hann hóf akstur í janúar var með miklum ágætum og viljum við þakka þeim samstarfið með von um að áframhald megi verða á því.
Með kærri kveðju, starfsfólk Frístundabílsins.“
Sjá nánar á vef Frístundabílsins.
*Hópbílar er leiðandi fyrirtæki í umhverfismálum á Íslandi. Hópbílar hafa umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001, hlutu Kuðunginn umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins árið 2003 og umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2006.
Sjá nánar um Hópbíla á vef fyrirtækisins og hér á Grænum síðum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frístundabíllinn hættur, í bili“, Náttúran.is: 3. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/03/fristundabillinn-haettur-i-bili/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.