Söfnun og meðferð holtasóleyjar
Holtasóley (rjúpnalauf) [Dryas octopetala]
Lýsing: Myndar flatar þúfur, stönglarnir trékenndir. Blöðin eru skinnkennd, sígræn, gljáandi, dökkgræn að ofan en silfurhvít og hærð að neðan. Blómin hvít, minna á sóley, en hafa 8 krónublöð. Algeng á melum og heiðum.
Árstími: Rjúpnalauf* má taka allt sumarið, best í júní-júlí.
Tínsla: Klippið einungis nýja greinaenda til að fyrirbyggja upprætingu þar sem jurtin vex aðallega í gróðursnauðu og rýru landi, sem þolir illa að gengið sé nærri gróðri.
Meðferð: Þurrkun.
* Laufblöð holtasóleyjarinnar nefnast Rjúpnalauf.
Ljósmynd: Holtasóley, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
10. júlí 2013
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð holtasóleyjar“, Náttúran.is: 10. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-holtasoleyjar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013