Örbylgjuofn
Örbylgjuofninn er umhverfisvænn hvað varðar orkunotkun en skiptar skoðanir eru um gæði þess matar sem er hitaður eða eldaður í honum*.
Ekki setja plastílát í örbygljuofn. Ílát sem eru örugg fyrir örbylguofn eru auðkennd merkin sem sýnir disk og bylgjur.
Gæta skal þess að nota örbylguofninn af gát og fylgja leiðbeiningum.
*Örbylgjur eru rafsegulfræðileg orka, svipað ljósbylgjum eða útvarpsbylgjum og nýta hluta af rafsegulsviði orkunnar. Á nútíma tækniöld okkar eru örbylgjur notaðar til þess að koma símtölum, sjónvarpsútsendingum og tölvuupplýsingum á milli staða á jörðinni eða gegnum gervihnetti. En við þekkjum þær best sem orku til þess að hita matinn okkar í. Í hverjum örbylgjuofni er magnetróna, rör sem inniheldur rafeindir sem rafsegull og rafmagn er notað til þess að ná fram geislun í stuttri bylgjulengd u.þ.b. 2450 Mega Hertz (MHz) eða 2.45 Giga Hertz (GHz). Þessi örbylgjugeislun hefur áhrif á sameindirnar í matnum.
Allar orkubylgjur skipta um póla frá jákvæðum til neikvæðra með hverri hringrás sem þær fara. Í örbylgjum gerist það mörgum milljón sinnum á hverri sekúndu. Sameindir fæðunnar, sérstaklega vatns, hafa jákvæðan og neikvæðan pól á sama hátt og segull hefur norður og suður pól.Venjulegir örbylgjuofnar taka inn u.þ.b. 1000 vött af ryðstraumi. Þegar þessar bylgjur skella á fæðunni valda þær því að pólarnir í sameindunum fara að hringsnúast á sama milljónahraðanum á sekúndu. Öll þessi hreyfing veldur núningi sem hitar upp fæðuna. Þessi óvenjulega aðferð við að hita upp mat veldur töluverðum skemmdum á sameindunum, rífur þær í sundur eða afskræmir þær. Í samanburði eru örbylgjur frá sólinni byggðar á lögmálum um beina strauma (DC) sem slá þannig, að þær valda ekki þessum núningshita; örbylgjuofnar nota ryðstrauma (AC) sem valda núningshita.
Okkur hefur verið sagt að örbylgjuofnar geisli ekki matinn eins og geislun gerir (eins og þegar fæða er geisluð til þess að drepa allar bakteríur í henni, innsk. þýð.) Þessar tvær aðferðir eru sagðar nota gjörólíkar bylgjur og í mismunandi styrkleikum.
Engar rannsóknir frá opinberum stofnunum eða fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna hafa staðfest hættuna sem fólgin er í örbylgjuofnanotkun en við vitum öll að gildi rannsókna geta verið takmörkuð, stundum viljandi gert. Margar þessara rannsókna eru síðar sannaðar sem ónákvæmar. Sem neytendur eigum við að hafa örlítið af heilbrigðri skynsemi sem við notum til að dæma slík mál.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Örbylgjuofn“, Náttúran.is: 17. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/eldhsi-rbylgjuofn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 17. maí 2014