Náttúruskoðun fyrir alla fjölskylduna í Sesseljuhúsi
Í erli nútímans gefst oft lítill tími til að njóta þess sem náttúran og umhverfið hefur upp á að bjóða. Hér áður fyrr var þekking á landslagi, fuglum og jurtum og eitthvað sem hvert barn lærði í æsku en nú eru aðrar áherslur. Það þýðir þó ekki að áhugi á náttúru og umhverfi fari minnkandi en tækifærin til þekkingaröflunar eru með öðrum hætti.
Sesseljuhús að Sólheimum stendur fyrir fræðslufundum í allt sumar þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum sem tengjast umhverfismálum sjá um að fræða almenning. Sérfræðingarnir munu flytja stutt erindi og fara út í kjölfarið og skoða jurtir, fugla, landslag og annað eftir því sem við á. Þetta er tilvalin fræðslustund fyrir alla fjölskylduna. Allir fundirnir hefjast klukkan 13:00 í Sesseljuhúsi og standa yfir í 1 - 2 klst. Aðgangur er ókeypis!
Dagskrá:
5. júní - Hvernig á að sniðganga kemísk efni - Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi fjallar um hvernig sniðganga megi kemísk efni í umhverfinu s.s. í matvælum, snyrtivörum og hreinlætisvörum.
13. júní - Dagur hinna villtu blóma - Sigurður H. Magnússon , Fil.Dr. plöntuvistfræðingur fer með gesti Sólheima í fræðslugöngu. Þessi dagur er haldinn á Norðurlöndum í byrjun sumars ár hvert til að fræða almenning um villtar plöntur.
19. júní - Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins - Jón Eiríksson, jarðfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands mun fjalla um jarðfræðina á svæði Sólheima.
26. júní - Líffræðilegur fjölbreytileiki - Hildur Vésteinsdóttir, MSc. sérfræðingur hjá umhverfisstofnun fjallar um mikilvægi þess að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
27. júní - Fræðsluganga um íslenskar lækningajurtir - Anna Rósa Róbertsdóttir B.Sc., Dip.Phyt, MNIMH grasalæknir fer með fólk í fræðslugöngu um Sólheima og kynnir íslenskar lækningajurtir.
10. júlí - Fuglaskoðun - Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, fjallar um fugla í landi Sólheima og fer með gesti í fuglaskoðunarferð um svæðið.
17. júlí - Vistvæn tækni - Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International fjallar um vistvæna tækni og vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu.
7. ágúst - Hagnýting íslenskra jurta - Einar Logi Einarson grasafræðingur fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra jurta.
21. ágúst - Umhverfisvæn ferðaþjónusta - ferðaþjónusta framtíðarinnar - Guðrún Bergmann fjallar um umhverfisvæna ferðaþjónustu.
28. ágúst - Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á umhverfið - Rannveig Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Lanbúnaðarháskóla Íslands fjallar um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á umhverfið.
Ljósmynd: Býfluga á valurt, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Katrín Magnúsdóttir „Náttúruskoðun fyrir alla fjölskylduna í Sesseljuhúsi“, Náttúran.is: 4. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/03/natturuskodun-fyrir-alla-fjolskylduna-i-sesseljuhu/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júní 2010
breytt: 4. júní 2010