4 bollar rúgmjöl
1 bolli haframjöl
1 bolli hakkaður marinkjarni
Ca. 4 bollar spelti
Ca. 4 bollar vatn
Súrdeigshvati
1 matskeið vínsteinslyftiduft
1/4 bolli matarolía

Marinkjarninn (Wakame) er soðinn í um 4 bollum af vatni í 30 mínútur og látinn kólna. Saman við hann er blandað rúgmjölinu, höfrunum og súrdeigshvatanum. Deigið á ekki að vera of þurrt. Látið sýrast eina nótt. Við sýringuna lyftir deigið sér. Saman við það er blandað olíunni, vínsteinslyftiduftinu og speltinu bætt við og hnoðað eins og þarf þar til deigið er sæmilega þétt.
Bakað í formum, í um 1 ½ tíma við 180 – 200° C.

Hakkaður marinkjarni frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.

Birt:
15. janúar 2008
Höfundur:
Hollusta úr hafinu
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Súrt marinkjarnabrauð“, Náttúran.is: 15. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/15/surt-marinkjarnabrauo/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. febrúar 2008

Skilaboð: