Bíllaus lífstíll
Á facebook má sjá þessa tilkynningu:
Nú hafa yfir 1000 manns skráð sig í Samtök um bíllausan lífsstíl og tími til kominn að gefa þeim líf utan Facebook.
Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20:30, á efri hæðinni á Kaffi Sólon, verður undirbúningsfundur fyrir alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn (eða orð í belg) við stofnun formlegra samtaka.
Ég vonast til að sjá ykkur sem flest.
Kv. Sigrún Helga Lund.
Það er gaman að sjá hvað margir sýna málefninu áhuga og vonandi sjáum við skynsamlegri notkun farartækja í náinni framtíð.
Birt:
16. ágúst 2008
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Bíllaus lífstíll“, Náttúran.is: 16. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/16/billaus-lifstill/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.