Má spara þér sporin?
Gámaþjónutan hf. býður nú upp á nýja þjónustu við einstaklinga sem miðar að því að gera lífið þægilegra.
Þú færð hjá okkur 240 L tunnu, setur í hana öll dagblöð og tímarit (beint í tunnuna) og bylgjupappa s.s. hreina pizzukassa, setur málma (niðursuðudósir, lok af sultukrukkum, ekki bílvélar!) í plastpoka, fernur í plastpoka og plastbrúsa (sjampó, uppþvottalögur...) í plastpoka og setur allt í sömu tunnuna.
Allt innihald tunnanna er síðan flokkað hjá Gámaþjónustunni í Hafnarfirði og komið í endurvinnslu.

Þessa þjónustu er hægt að fá á 990 kr á mánuði, ein losun innifalin. Ef þú losar þig við eina tunnu frá bæjarfélaginu er aukakostnaður á ári kr. 2.180 (Reykjavík) fyrir þægindin og vellíðanina yfir að allt fer í endurvinnslu.
Sparnaðurinn er meiri í öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem tunnugjaldið er hærra.

P.s. Árleg sorphirðugjöld: Reykjavík kr. 9.700, Garðabær kr. 10.500, Seltjarnarnes kr. 7.200. Kópavogur kr. 10.500. Mosfellsbær kr. 9.200. Hafnarfjörður kr. 10.000. Reykjanesbær 20.000.

Hafið samband við Gámaþjónustuna.

Birt:
7. desember 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnslutunnur - Gámaþjónustan hf. kynnir nýja þjónustu“, Náttúran.is: 7. desember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/endurvinnslutunnur/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: