Bláfáninn afhentur i NauthólsvíkYlströndin í Nauthólsvík fékk í gær endurnýjað leyfi til að flagga Bláfánanum en Ylströndin fékk fánann fyrst árið 2003 en endurnýja þarf umsóknina árlega.

Bláfáninn (Blue flag) er umhverfismerki sem er virkt í 41 landi og er eitt af verkefnum FEE (The Foundation for Environmental Education). Sjá vef Blue Flag Programme. Yfir 3450 baðstrendur og smábátahafnir flagga Bláfánanum víða um heim. Hér á landi hafa sex staðir hlotið þessa viðurkenningu, þ.e. Arnarstapahöfn, Hafnarhólmi á Borgarfirði eystri, Stykkishólmshöfn, höfnin á Suðureyri og baðstrendurnar Bláa lónið og Ylströndin í Nauthólsvík.

Bláfánaverkefnið er helgað menntun til sjálfbærrar þróunar og hefur viðurkenningin mikið gildi fyrir svæði sem leggja áherslu á ferðaþjónustu. Á stöðum þar sem Bláfáninn blaktir við húni geta gestir gengið út frá því sem vísu að hreinlæti, öryggismál, gæði vatns og umhverfisfræðsla séu til fyrirmyndar.

Stelpur hjálpa til við að draga Bláfánann að húni

Landvernd er umboðsaðili Bláfánans hér á landi. Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð um Bláfánann á vef Landverndar.

Sjá alla Bláfánaleyfishafa á Íslandi hér á Grænum síðum.

Efri mynd: Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri Bláfánans og Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar afthentu Árna Jónssyni starfsmanni ÍTR fánann í blíðviðrinu í gær. Neðri mynd: Nokkrar stelpur sem nutu góða veðursins í Nauthólsvík í gær hjálpuðu til við að draga fánann að húni. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
27. maí 2010
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ylströndin í Nauthólsvík flaggar Bláfánanum sjöunda árið í röð“, Náttúran.is: 27. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/27/ylstrondin-i-nautholsvik-flaggar-blafananum-sjound/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: