Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni á Náttúrumarkaði
Nú er hægt að panta bókina „Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni“ hér í bókadeild Náttúrumarkaðarins og fá senda beint heim. Höfundur bókarinnar er Sigurður Harðarson en Andspyrna gefur bókina út. Bókin er full af skemmtilegum grafík en um útlit og uppsetningu sá Sigvaldi Ástríðarson.
Prentað af Prentlausnum á endurunnin pappír.
Á baki bókar segir:
Andspyrna við valdbeytingu og óréttlæti er náttúrulegt og eðlilegt ferli í samfélögum manna. Því erum við ekki að berjast fyrir náttúruna þegar við myndum andspyrnuhópa gegn stóriðju, heldur erum við náttúran að svara fyrir sig. Við erum heldur ekki beint að berjast fyrir betra samfélagi þegar við myndum hópa sem verja mannréttindi, heldur erum við samfélag að verja sig.
Bók þessi fjallar um beinar aðgerðir og borgaralega óhlýðni, sem verkfæri þeirra sem vilja hafa áhrif í sínu samfélagi, en hafa hvorki opinber völd né áhuga á þeim.
Hér er meðal annars fjallað um og leitað svara við eftirtöldum atriðum:
Hver er munurinn á friðsamlegum mótmælum, borgaralegri óhlýðni og beinum aðgerðum? Hvernig má stöðva vinnu á afmörkuðum svæðum og gæta eigin öryggis um leið? Hvernig er gott að standa að skipulagi aðgerða og aðgerðahópa. Hvernig geta borgarar myndað þrýstihópa, rannsakað starfsemi fyrirtækja og ef til vill hent rjómatertum í stjórnmálamenn. Er hægt að taka yfir götur og breyta þeim í útivistarsvæði?
Við getum aldrei myndað hið fullkomna samfélag - en það er rétt að reyna hvað maður gerur til þess.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 30. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/30/beinar-aogeroi-og-borgaraleg-ohlyoni-natturumarkao/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.