Söfnun og meðferð blóðbergs
Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]
Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.
Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja tínslutímann nokkuð með því að færa sig af lægri svæðum af hálendari.
Tínsla: Takist með skærum eða stuttum og beittum hníf, forðist skemmdir á rótakerfi. Aðeins skulu teknar fíngerðustu greinar. Aldrei má klippa svo nærri að gamlar, grófar og trénaðar greinar fylgja með.
Meðferð: Grassstrá og annað slíkt er tínt frá. Þvegið úr ísköldu vatni. Þurrkað inni. Vegna rokgjarnra olía í blóðbergi þarf að forðast hærra hitastig en 20-25 °C við þurrkun.
Ljósmynd: Blóðberg, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð blóðbergs“, Náttúran.is: 12. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-blodbergs/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 12. júlí 2015