Visitreykjavik.is tengir á Grænt Reykjavíkurkort
Nýlega birtist á forsíðu vefs Höfuðborgarstofu visitreykjavik.is stöðugur tengill inn á gagnvirkt Grænt Reykjavíkurkort Náttúrunnar í enskri útgáfu en kortið tekur borgarumhverfi Reykjavíkur sérstaklega fyrir.
Nú er unnið að því að bæta 25 flokkum við kortið, þáttum sem eru hluti af grænu hagkerfi, náttúrunni, menningunni og þeim stoðkerfum samfélagsins sem hafa með sjálfbæra þróun að gera. Græna Reykjavíkurkortið er þáttur í því að gefa yfirsýn á alla kosti, fyrirbæri, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem tengjast náttúru og umhverfi og almenningur þarf að vita af til að geta tekið þátt í að móta umhverfisvænna samfélag.
Græna kortið er alþjóðlegt verkefni Náttúran.is, Green Map System™ og Land- og ferðamálastofu Háskóla Íslands.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Visitreykjavik.is tengir á Grænt Reykjavíkurkort“, Náttúran.is: 12. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/12/visitreykjavik-tengir-graent-reykjavikurkort/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.