Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, starfrækir nú sölubás fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn.

Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara á Íslandi auk þess sem hann selur lífræna innflutta ávexti.

Vörurnar sem Ari selur eru frá: Græna Hlekknum, Akri, Brauðhúsinu, Engi, Sólheimum, Skaftholti, Móður Jörð, Löngumýri, Íslensk Hollustu (íslenskt, ekki lífrænt vottað), NFLÍ og Jóhönnu á Dalsá (ræktar lífrænt en er ekki með vottun).

Básinn er opinn mánudaga til laugardaga frá kl. 11:00-17:00.

Birt:
8. ágúst 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „LÍFgRÆNT - Lífrænt á Lækjartorgi“, Náttúran.is: 8. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/08/lifgraent-lifraent-laekjartorgi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: