Nú árið er liðið...
Höfundar þessa myndbands hafa haft gaman af starfi sínu í þrívíddarforritinu. Myndbandið gengur nú manna á milli og skiptst er á skoðunum um raunveruleika þess og val tónlistar. Hér gefst kostur að berja þessa heims(enda)sýn augum. Og nú þegar gamla árið verður brennt út um áramótin er kannski ástæða til þess að minnast þess að jörðin okkar er ekki eilíf og óþrjótandi frekar en margt annað. Árið 2008 er reyndar hlaupaár í lengra lagi þar sem menn hafa ákveðið að bæta sekúndu við síðustu mínútu ársins. Geta nördar þá velt sér uppúr því hvað klukkan er þá; 00:00:01 -> 00:00:00 eða 24:00:01 -> 00:00:00 eða eitthvað annað.
Náttúran.is þakkar lesendum sínum og landsmönnum öllum liðið ár og óskar öllum sjálfbærrar framtíðar á nýju ári, með myndum af því sem gæti líklega talist stærsta bál sem hugsast má á þessari plánetu.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Nú árið er liðið...“, Náttúran.is: 31. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/30/nu-ario-er-lioio/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. desember 2008