Bílfar - nýtum bílana betur!
Eftir hrun hóf Jónas Guðmundsson í Bolungarvík að velta fyrir sér hvernig hægt væri að fá fólk til að samnýta bíla sína betur og eftir miklar pælingar, fyrirspurnir, hvatningar og úrdragelsi, svona eins og gengur og gerist fór boltinn að rúlla.
Ferðamálastofa og Samband íslenskra sveitarfélaga lýstu að lokum yfir stuðningi við hugmyndina og hófst Jónas þá handa og setti upp fyrsta skiltið, á Ísafirði, við leiðina til Hnífsdals og Bolungarvíkur. Vonast Jónas til að hægt verði að setja upp Bílfar skilti víðar á landinu.
Jónas rekur einnig vefinn www.bilfar.is en þar er hægt er að skrá bílfar og leita að bílfari sem í boði er en kerfið gengur út á það að farþegi taki þátt í kostnaði, allt eftir lengd ferðalagsins í kílómetrum talið.
Með því að samnýta einkabíla betur má draga verulega úr útblástri sem er að sjálfsögðu bæði hagkvæmara fjárhagslega auk þess sem að umhverfið hlítur ekki eins mikinn skaða af og annars væri.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bílfar - nýtum bílana betur!“, Náttúran.is: 6. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/06/bilfar-nytum-bilana-betur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.