Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri vöru auk annarra ítarupplýsinga s.s. nákvæmri innihaldslýsingu og endurvinnslumöguleikum. Á íslandi sér vottunarstofan Tún um úttektir lífrænnar vottunar skv. stöðlum Evrópusambandsins. Munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun er sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan svokölluð vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Með því að velja frekar lífrænt ræktaðar afurðir og framleiðslu ert þú að taka ábyrgð gagnvart bæði eigin heilsu og umhverfinu.

Grafík: Tákn lífrænu deildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
11. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Lífrænar vörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 11. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2008/12/06/lifraena-buoin-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. desember 2008
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: