Íslenski safnadagurinn 2011
Í dag þ. 10. júlí er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið undir slagorðinu „fyrir fjölskylduna“. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.
Smella hér fyrir dagskrá íslenska safnadagsins 2011 í pdf skjali.
Um þrjúhundruð safna og menningarsetra eru um allt land og fjölbreytnin er gríðarleg. Það má fullyrða að það sé eitthvað spennandi fyrir alla á söfnum og menningarsetrum landsins. Þú finnur öll söfn og menningarsetur á landinu hér á Græna Íslandskortinu.
Grafík: Green Map® myndmerki grænkortaflokkanna; „Menningarsetur“ og „Íslenskir þjóðhættir“ en auk þeirra eru flokkarnir; „Llst“, „Söfn“, „Sagnfræðileg sérkenni“, „Menningarlegar uppákomur“ og „Barnvænn staður“, flokkar sem taka til menningarstaða á landinu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslenski safnadagurinn 2011“, Náttúran.is: 10. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/10/islenski-safnadagurinn-2011/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.