Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í júlí 2011. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

  • Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
  • Farfuglaheimilin, Vesturgötu og Laugardal
  • Gló veitingahús
  • Gámaþjónustan
  • Græni hlekkurinn
  • Háskóli Íslands
  • Heilsuhúsið
  • Hreyfill
  • Landsvirkjun
  • Maður lifandi
  • N1 hf.
  • Olís - Olíuverzlun Íslands hf.
  • Prentsmiðjan Oddi ehf.
  • SORPA bs
  • Reykjavíkurborg
  • Umhverfisráðuneytið
  • Visitor's Guide
  • Yggdrasill

Alþingi Íslendinga,og Iðnaðarráðuneytið höfðu áður styrkt þróunarvinnu Grænkortaverkefnis Náttúrunnar. Einnig Háskóli Íslands - Verkfræði og náttúruvísindasvið, Umhverfisráðuneytið og Reykjavíkurborg sem styrktu nú einnig aðra prentútgáfu Reykjavíkurkortsins.

Það skal tekið fram að styrktaraðilar njóta þó engra sérréttinda hvað varðar skráningar á kortið enda byggir Green Map skráning eingöngu á þeim viðmiðum sem kerfið setur. Grænt Reykjavíkurkort er ekki selt heldur er því dreift ókeypis í von um að það stuðli að skjótri grænvæðingu Reykjavíkurborgar og landsins alls. Hægt er að panta kortið og fá sent heim gegn greiðslu fyrir pökkun og sendingarkostnað.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið fyrir frekari þróun hafi samband í síma 483 1500 eða skrifi okkur á nature@nature.is.

Birt:
5. júlí 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Styrktaraðilar prentútgáfu Græna Reykjavíkurkortsins 2011“, Náttúran.is: 5. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/05/styrktaradilar-prentutgafu-graena-reykjavikurkorts/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. maí 2014

Skilaboð: